Grindin - Trésmiðja

Grindin ehf.

Grindin ehf. er alhliða byggingar- og trésmíðafyrirtæki í Grindavík sem stofnað var árið 1979 af Guðmundi Ívarssyni húsasmiði og sonum hans þeim Karli og Magnúsi. Guðmundur hefur starfað sem húsasmiður í Grindavík frá árinu 1952 en synirnir Karl og Magnús fóru að vinna hjá pabba sínum um leið og þeir höfðu getu til og luku þeir báðir námi í húsasmíði. Í dag er fyrirtækið í eigu Magnúsar Guðmundssonar og konu hans og hefur Magnús stýrt fyrirtækinu síðustu árin.

Í gegnum árin hefur Grindin ehf byggt fjölda íbúðarhúsa auk annarra bygginga s.s. skóla, íþróttahús, leikskóla og atvinnuhúsnæði. Grindin rekur einnig vel tækjum búið trésmíðaverkstæði sem hefur sérhæft sig í smíði á innréttingum, innihurðum og hverskonar sérsmíði.
Að jafnaði starfa um tuttugu manns hjá fyrirtækinu og hefur meirihluti starfsmanna unnið þar í áratugi og með reynslu þeirra og þekkingu tryggjum við gæði framleiðslunnar. 

blokk Smelltu hér til að skoða myndir af starfsemi Grindarinnar.