Grindin - Trésmiðja

Innréttingar innihurðir sérsmíði

innrettingarGrindin ehf. hefur til fjölda ára framleitt hágæða innréttingar og innihurðir, allt sérsmíðað eftir þörfum hvers og eins. Mikið er lagt upp úr gæðum og góðri þjónustu. Þrautreyndir starfsmenn eru viðskiptavinum til ráðgjafar varðandi efnisval og útfærslur en möguleikarnir eru endalausir. Starfsmenn Grindarinnar eru ýmist menntaðir í sínu fagi eða með áralanga reynslu í faginu. Öll vinna er vönduð og leytast er við að þjóna viðskiptavinum sem allra best. Grindin ehf teiknar upp og smíðar í samræmi við hugmyndir og væntingar viðskiptavina, auk þess sem unnið er eftir teikningum arkitekta. Verkefnin er bæði stór og smá og snúa bæði að nýsmíði og viðhaldi.·Uppsetning og frágangur er jafnan hluti af þjónustunni. Misjafnt er hve langt er gengið í þjónustu, en við getum haft milligöngu og útvegað viðskiptaaðilum t.d. pípulagningarmenn, rafvirkja og málara.

blokkSmelltu hér til að skoða myndir af innréttingum.